Plastpokar eru
gjarnan notaðir undir vörur neytendur kaupa í verslunum, t.d. í matvörubúðum.
Aukin umræða um umhverfisáhif plasts hefur orðið til þess að margir reyna nú að
draga úr plastnotkun sinni, s.s. með því að nota margnota poka. Plast tekur
óratíma að eyðast upp í náttúrunni og mengar m.a. hafið og lífríki þess.
Einnota pokar úr pappa eru annnar valkostur en við framleiðslu þeirra þarf mjög
mikið vatn og þeir skemmast yfirleitt hraðar en plastpokar.
Á hverju ári
safnast 8 milljón tonn af plasti fyrir í hafinu. Plast tekur upp undir 500 ár
að eyðast í náttúrunni og safnast því auðveldlega upp í sjó og á landi.
Plastúrgangurinn sem fer í sjóinn getur endað í okkur, vegna örsmárra plastagna
í fiskum og öðrum sjávardýrum, sem við síðan borðum.
Sumar verslanir
leggja sitt af mörkum til þess að draga úr notkuninni. Aldi verslanakeðjan í
Þýskalandi hefur nýlega tilkynnt að hún ætli að hætta alfarið að bjóða
viðskiptavinum einnota poka undir vörur, það gildir bæði um poka úr plasti og
pappa. Þess í stað geta viðskiptavinir Aldi notað fjölnota poka eða pappakassa
undan vörum sem Aldi hafa fengið frá birgjum sínum. Breska verslanakeðjan Tesco
hefur einnig tilkynnt að þeir muni hætt að bjóða upp á einnota poka í verslunum
sínum frá og með næstu mánaðamótum og aðeins bjóða fjölnota poka, sem unnir eru
úr 94% endurunnu plasti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli