föstudagur, 1. september 2017

Rifsberjahlaup með hunangi

Undirbúningur: 15 mín Heildartími: 30 mín.

Hér er mjög einföld uppskrift að rifsberjahlaupi með hunangi í stað sykurs.


Innihald

1 kg rifsber (með stilkum og laufblöðum)
1 dl vatn
4 msk hunang


Aðferð

Notið vel þroskuð ber með slatta af stilkum og laufblöðum (til þess að gera hlaupið hlaupkennt). Skolið og setjið í pott og hellið vatninu yfir (1 dl fyrir hvert kíló af berjum). Látið suðuna koma upp og sjóðið svo við vægan hita þar til þetta verður að mauki.

Bætið nu við 4 msk af hunangi fyrir hvert kíló af berjum. Hrærið öllu vel saman og látið sjóða aftur í nokkrar mínútur. Sigtið síðan maukið og skiljið stilkana og laufblöðin frá. Setjið að lokum beint í litlar hreinar glerkrukkur til geymslu.

Geymist í ísskáp eða á öðrum köldum stað.

Rifsberjarunni
Rifsber

Engin ummæli:

Skrifa ummæli