Þessi svepparéttur með graslauk er mjög fljótgerður og virkar ágætlega sem meðlæti með kjötréttum og grænmetisréttum.
Undirbúningur: 20 mín. Heildartími: 30 mín.
Svepparéttur |
Undirbúningur: 20 mín. Heildartími: 30 mín.
Innihald (fyrir fjóra)
300 g sveppir
4 msk matarolía
1 laukur, fínsaxaður
1 ferskur grænn chili, fínsaxaður
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 tsk cumin
1 tsk kóríanderkrydd
1/2 tsk chiliduft eða cayenne pipar
1/2 tsk salt (eða eftir smekk)
1 msk tómatmauk
3 msk vatn
1 msk graslaukur, saxaður í um 1/2 cm bita (til skrauts)
Aðferð
Skolið sveppina og sneiðið í þykkar sneiðar. Hitið olíuna í meðalstórum potti og setjið síðan lauk og chili út í og hrærið reglulega í 5-6 mín, þar til laukurinn hefur mýkst. Bætið síðan hvítlauknum við og hrærið í 2 mín. Bætið því næst kóríanderkryddi, cumin, og chilidufti, hrærið og eldið áfram í eina mínútu. Setjið sveppina, salt og tómatmaukið út í og hrærið öllu vel saman. Hellið vatninu út í og lækkið hitann. Setjið lok á pottinn og sjóðið í 5 mín, hrærið aðeins í og sjóðið aftur í fimm mínútur. Nú ætti blandan að hafa þykknað, en ef hún er mjög vökvakennd, má sjóða áfram án loks í 3-4 mín til þess að þykkja blönduna.
Setjið réttinn á diskana og skreytið með graslauknum og berið fram.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli