Hér á eftir fer mjög einföld og fljótleg uppskrift að graskerssúpu.
Undirbúningur: 20 mín. Heildartími: 45 mín.
Innihald (fyrir sex manns)
2 msk matarolía
2 laukar, smátt saxaðir
1 kg grasker, skrælt, fræhreinsað og sneitt í bita
7 dl vatn
1/4 l rjómi
pipar eftir smekk
salt eftir smekk
Aðferð
1. Hitið olíuna í stórum potti og steikið laukinn við meðalhita í fimm mínútur, þar til hann verður mjúkur en ekki brúnn.
2. Bætið graskersbitunum út í og eldið áfram í 8-10 mín. og hrærið annað slagið, þar til graskerið mýkist og tekur lit.
3. Hellið vatninu og kryddinu út í. Látið suðuna koma upp og sjóðið í tíu mínútur þar til graskersbitarnir verða lungamjúkir.
4. Hellið rjómanum út í pottinn og látið suðuna aftur koma upp. Maukið nú súpuna með stafblandara eða stappara.
Berið fram með brauði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli