Undirbúningur: 15 mín. Heildartími: 30 mín.
Indverjar kunna að elda ótrúlegustu rétti úr kartöflum og kryddi. Uppistaðan í þessum einfalda og fljótlega grænmetisrétti eru kartöflur, hvítkál og laukur. Sem meðlæti má t.d. nota nanbrauð, hrísgrjón eða kartöflupönnukökur (parathas).
Indverjar kunna að elda ótrúlegustu rétti úr kartöflum og kryddi. Uppistaðan í þessum einfalda og fljótlega grænmetisrétti eru kartöflur, hvítkál og laukur. Sem meðlæti má t.d. nota nanbrauð, hrísgrjón eða kartöflupönnukökur (parathas).
Innihald
1 hvítkálshaus
2 msk matarolía
2-3 meðalstórar kartöflur, sneiddar í litla teninga
1 meðalstór laukur
¾ tsk cuminfræ
¾ tsk svört sinnepsfræ
½ tsk túrmerik
½ tsk kóríander
Kókosflögur eða kókosmjólk (valkvætt)
Ferskur kóríander (valkvætt)
Aðferð
1. Brytjið hvítkálið í ræmur eða teninga
2. Hitið olíu á stórri pönnu á meðalhita
3. Bætið við cumin og sinnepsfræum þegar olían er orðin heit
4. Bætið við fínt söxuðum lauk
5. Leyfið lauknum að mýkjast og skellið næst brytjaða hvítkálinu á pönnuna
6. Bætið við salti, túrmerik og kóríander
7. Setjið lokið á pönnuna, lækkið hitann aðeins og leyfið þessu að malla þar til kálið verður mjúkt
8. Þegar kálið hefur skroppið saman, bætið kartöfluteningunum út í og eldið áfram á meðalhita þar til kartöflurnar verða mjúkar (hrærið við og við)
9. Ef þið viljið, bætið kókosflögunum eða kókosmjólkinni út á og látið malla aðeins lengur
10. Skreytið með ferskum kóríander
11. Berið á borð
![]() |
Indverskur hvítkáls- og kartöfluréttur |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli